Á döfinni
Viðburðir
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hefur haldið fjölda viðburða, þar sem færri komast að en vilja. Eðli viðburðanna er með ýmsu móti; fyrirlestrar, námskeið, fyrirtækjaheimsóknir og fleira. Bæði utanaðkomandi fyrirlesarar og félagskonur hafa leitt fundina og reynir félagið eftir fremsta megni að bjóða upp á fjölbreytta viðburði.
Glitrandi aðventugleði
Við hlökkum til að sjá ykkur í huggulegu umhverfi og notalegri stemningu.
Online Kynningarfundur: Mentorverkefni FKA-DK
Vilt þú vita meira um Mentorverkefni FKA-DK?
Taktu þátt í stuttum online kynningarfundi þar sem Laufey Kristín Skúladóttir, verkefnastýra og konan á bakvið Mentorverkefni FKA-DK, segir frá hugmyndinni að baki verkefninu, markmiðunum og hvernig ferlið gengur fyrir sig.
Tengslamyndun FKA-DK og FKA-Atvinnurekenda Auðs
Tengsl skapa tækifæri!
Á þessum viðburði gefst einstakt tækifæri til að styrkja tengslin við íslenskar konur í atvinnurekstri á Íslandi.
Atvinnurekenda AUÐUR er félag innan FKA sem er sérstaklega ætlað konum sem eiga og reka fyrirtæki. Félagið skapar vettvang þar sem konur í atvinnurekstri geta vaxið, eflt tengslanet sitt og fengið stuðning við að takast á við áskoranir sem mæta þeim sem fyrirtækjaeigendum.
Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa drykki á barnum.
Fulltrúar FKA-DK og Atvinnurekenda Auðs munu stýra tengslamyndun.
Allar velkomnar!
Vilt þú halda erindi eða ert þú með tillögu að erindi?