Viðburðir
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hefur haldið fjölda viðburða, þar sem færri komast að en vilja. Eðli viðburðanna er með ýmsu móti; fyrirlestrar, námskeið, fyrirtækjaheimsóknir og fleira. Bæði utanaðkomandi fyrirlesarar og félagskonur hafa leitt fundina og reynir félagið eftir fremsta megni að bjóða upp á fjölbreytta viðburði.
Vilt þú halda erindi eða ert þú með tillögu að erindi?
Eldri viðburðir
2.des
2021
Liv Bergþórsdóttir
Norðurbryggja
Liv Bergþórsdóttir forstjóri ORF Líftækni fræddi félagskonur um start up og stjórnunarreynslu sína. Liv sagði meðal annars frá þeim fjölmörgu öngum sem hún hefur snert á á löngum ferli sínum.
18.nóv
2021
Royal Copenhagen
Höfuðstöðvar Royal Copenhagen
Eydís Elín Jónsdóttir ,,floor manager" hjá Royal Copenhagen bauð félagskonum í morgunspjall yfir kaffibolla í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Amagertorv á Strikinu. Eydís rak okkur sögu fyrirtækisins og félagskonur fengu tækifæri á að skoða jólaborðin og fleira.
24.okt
2021
Hátíðarfundur félagsins
Jónshús
Hátíðarfundur félagsins var haldinn í annað sinn í bústað Helgu Hauksdóttur, sendiherra Íslands í Danmörku. Hvatningarverðlaun félagsins voru veitt og var það Herdís Steingrímsdóttir vinnumarkaðshagfræðingur og dósent við CBS sem hlaut verðlaunin.
28.sept
2021
úr IT í ævintýri
Jónshús
Oddný Sunna Davíðsdóttir var nýkomin heim úr 1,5 árs reisu á bátnum sínum, ásamt manni sínum og kisu. Hún sagði okkur frá því hvernig það var að fara úr IT heiminum í ævintýri um heiminn og svo aftur tilbaka.
17.júní
2021
Sumarhátíð fka-dk
Ganga um Kaupmannahöfn
Við fögnuðum sumrinu og 17. júní með þjóðlegri göngu um Íslendingaslóðir Kaupmannahafnar undir leiðsögn Ástu Stefánsdóttur.
25.maí
2021
Að vingast við markaðssetningu
Jónshús
Hönnuðurinn Iona Sjöfn sagði frá því hvernig hægt er að nýta markaðssetningu í starfi og lífi, ásamt því að deila hennar reynslu og vegferð í þeim málum.
19.júní
2020
Sumargleði á Kvenréttindadegi
Jónshús
Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir kynnti ljósmyndasýningu sína ,,Móðurhlutverkið” ásamt því að fjalla um lokaverkefni sitt frá Konunglegu listaakademíunni í Haag sem ber titilinn ,,Jafnvel lognið er hvasst”.
23.apríl
2020
Föstudagsbar á fimmtudegi
Zoom
Nýir stjórnarmeðlimir voru kynntir til sögunnar. Lilla Lange og Júlía Skagfjörð héldu erindi um markaðslegar áskoranir fyrirtækja á tímum Covid og tónlistarkonan Hildur Stefánsdóttir sagði frá crowdfunding og möguleikunum sem í því felast fyrir skapandi fólk og lauk viðburðinum með tónlistaratriði.
14.nóv
2019
Heimsókn í Lindex
Lindex - Fields
Fyrirtækjaheimsókn í verslun Lindex í Fields. Anna Árnadóttir sem rekur Lindex í Danmörku og á Íslandi, tók á móti félagskonum ásamt fjölskyldu sinni og sagði frá fyrirtækinu og sögu þess. Auk þess bauð Bjargey Ingólfsdóttir upp á stutta bókakynningu.
12.nóv
2019
Lærðu að nota linkedin - Námskeið
Jónshús
Inga Rós Antoníusdóttir viðskiptafræðingur fór yfir helstu atriði varðandi að nota Linkendin á kvöldnámskeiði í Jónshúsi.
24.okt
2019
Hátíðarfundur
Sendiherrabústaður
Fyrsti hátíðarfundur félagsins var haldinn á heimili Helgu Hauksdóttir sendiherra. Í fyrsta skipti voru Hvatningarverðlaun FKA-DK veitt . Vigdís Finnsdóttir hlaut verðlaunin fyrir dugnað, hvatningu og vera góð fyrirmynd.Hljómsveitin Aufori flutti nokkur lög. Boðið var upp á léttar veitingar í boði sendiherra.
8.okt
2019
Heimsókn í Novo Nordisk
Novo Nordisk - Bagsværd
Hanna Birna, Helena Brynja, María, Móna og Þóra, sem allar starfa hjá Novo Nordisk í ólíkum hlutverkum tóku á móti félagskonum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bagsværd. Þær sögðu frá störfum sínum, hvernig þær fengu vinnu þar og sjálfu fyrirtækinu. Boðið var upp á léttar veitingar.
19.Júní
2019
Morgunfundur á Retreat
Retreat - Magasin du Nord
Morgunverðar fundur hjá Vigdísi Finnsdóttur á kaffihúsinu Retreat í Magasin.
Vigdís leiddi fundinn og félagskonur ræddu hin ýmsu málefni.
24.maí
2019
Konur sem stúta stemningunni
Østre Anlæg - Garðfundur
Tobba Marinós flutti erindi í garðinum Østre Anlæg, þar sem hún ræddi hinar ýmsu hliðar af því að vera kona í karlaumhverfi og gaf konum skemmtilegt og áhugavert pepp til að krefjast betri kjöra og standa með sjálfum sér.
28.mars
2019
Það sem ég hef lært: Danmörk, ísland & grænland
Norðurbryggja
Gyða Guðmundsdóttir bauð í heimsókn á skrifstofu North Atlantic Agency, dótturfyrirtæki Eimskip, þar sem hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gyða öðlast víðtæka reynslu, en hún rak leið sína í starfi frá Íslandi til Grænlands til Danmerkur.
21.feb
2019
Ljósasigling
Norðurbryggja - Kanalrundfart
Eftir vínglas og tengslamyndun í menningarhúsinu Norðurbryggju var siglt um höfnina og síkin, þar sem Ásta Stefánsdóttir veitti leiðsögn um ljósalistaverk borgarinnar, í tilefni hinnar árlegu Copenhagen Light Festival.
18.des
2018
Jólaglögg
Café Mandela
Félagskonur hittust í jólaglögg á kaffihúsinu Café Mandela á Vesterbro. Sérstök áhersla var lögð á að styrkja tengslanetið og þétta hópinn.
3.nóv
2018
Fólk Reykjavík meets Republic of Fritz Hansen
Fritz Hansen - Allerød
Heimsókn í danska hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Fritz Hansen, þar sagði Lilja Dröfn Christensen frá starfseminni og sögu fyrirtækisins. Einnig kynnti frumkvöðullinn Ragna Sara Jónsdóttir hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík. Boðið var upp á sushi og hvítvín í glæsilegu mötuneyti Fritz Hansen.
20.sept
2018
Maður þarf að byrja á að rugga bátnum
Sendiherrabústaður
Kristín Hjálmtýsdóttir sagði frá starfi sínu sem forstöðumaður Rauða Krossins á Íslandi. Sendiráð Íslands bauð upp á léttar veitingar.
2.maí
2018
Úti er ævintýri
Østre Anlæg - Garðfundur
Sumargleði með meiru. Stjórnin skipulagði ratleik um Østre Anlæg. Konur slettu úr klaufunum og mynduðu tengsl sem seint gleymast.
15.mars
2018
Konur, kokteilar og hin fullkomna lyfturæða
Jónshús
Auður Welding og Ásta Stefánsdóttir kynntu markvissar og lærdómsríkar leiðir til að styrkja tengslamyndum í kokteilboðum og samskonar samkomum.
11.jan
2018
Heimsókn í netcompany
Netcompany - Grønningen
Dóra, Guðrún og Jóhanna buðu í heimsókn á vinnustað sinn, Netcompany við Grønningen. Þar sögðu þær frá störfum sínum og reynslu sem konur í IT geiranum, kynntu húsakynni fyrirtækisins og gerðu vel við félagskonur í mat og drykk.
26.okt
2017
Kvöldverðafundur á Gló með Sollu Eiríks
Gló - Magasin du Nord
Matargúrúinn og næringarfrömuðurinn Solla Eiríks sagði frá lífi sínu og starfi á veitingastaðnum Gló í Magasin du Nord. Matur og drykkur voru í boði veitingastaðarins.
28.sept
2017
Kjélling í myndlistarheiminum
Sendiráð Íslands - Norðurbryggja
Eftir tengslamyndun og drykk í boði Sendiráðs Íslands, fór myndlistakonan Kristín Gunnlaugsdóttir með gesti um sýningu sína og Margrétar Jónsdóttur, Super Black á Norðurbryggju. Að lokinni leiðsögn var boðið upp á Sushi í kaffihúsi menningarhússins.
16.Júní
2017
Öflugt tengslanet lykill að árangri
Jónshús
Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi, framkvæmdastjóri og eigandi Vendum, sagði frá starfsferli sínum og vinnu sinni sem stjórnendaþjálfi. Hún fjallaði einnig um mikilvægi tengslamyndunar og hvernig hægt er að styrkja sig á því sviði.
2.mars
2017
Heimsókn í icelandair
Icelandair
Kristín Brynja hjá Einrúm, Kristín hjá WeCycle, Vigdís hjá Retreat og Sigga hjá Icelandair, sögðu frá starfsemi og sögu fyrirtækjanna.
9.des
2016
Krafsað í fjölmiðlaþakið
Jónshús
Ingibjörg Þórðardóttir starfar hjá BBC og er ein af þeim íslensku konum sem hefur náð hve allra lengst í heimi erlendra fjölmiðla og sagði frá ferli sínum og starfi.
8.okt
2016
Heimsókn í 66°Norður
Verslun 66° Norður - Sværtegade
Félagskonur heimsóttu verslun 66° Norður í miðbæ Kaupmannahafnar, boðið var upp á stutta kynningu á fyrirtækinu og léttar veitingar.
9.júní
2016
Kynorkan í viðskiptalífinu
Østre Anlæg - Garðfundur
Garðfundur og lautarferð í Østre Anlæg. Gestur fundarins var kynlífsfræðingurinn Ragnheiður Eiríksdóttir og fjallaði hún á afar hressan og húmorískan hátt um kynorkuna í viðskiptalífinu.
7.apríl
2016
Að hanna framtíð
Jónshús
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands var gestur fundarins þar sem fjallað var um hönnunarmál undir yfirskriftinni Hönnum framtíð.
28.jan
2016
Ég er með'etta!
Jónshús
Fyrsti fundur ársins var í Jónshúsi þar sem Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, markþjálfi, rithöfundur og jógakennari var gestur fundarins.
19.nóv
2015
Ertu leiðtogi í eigin lífi?
Jónshús
Jólafundurinn var haldinn í Jónshúsi þar sem boðið var upp á alvöru íslenskan jólamat, Anna Steinsson var gestur fundarins, þar sem hún spurði: Ertu leiðtogi í eigin lífi?
24.sept
2015
Networking og hið innra innsæi
Jónshús
Haustið hófst á fundi í Jónshúsi þar sem Hrund Gunnsteinsdóttir ráðgjafi hélt fyrirlestur um mikilvægi tengslanets, en kynnti einnig heimildarmyndina Innsæi, sem hún vann að á þeim tíma.
19.mars
2015
Markaðsmál
Jónshús
Fundurinn var haldinn í Jónshúsi, en hér kynnti Christine Blin hjá Newmero og Maríanna Friðjónsdóttir markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
29.jan
2015
Janúarfundur
Icelandair
Icelandair bauð í heimsókn með heilsuveitingum og Ragga Nagli kynnti nýútkomna bók.
20.nóv
2014
Jólafagnaður
Sendiráð Íslands
Jólafundur FKA- DK var haldinn í sendiráði Íslands við Strandgade á Christianshavn. Gestur fundarins var þáverandi formaður FKA á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
11.sept
2014
Haustfundur
Nordisk Minesterråd
Alþingiskonan Oddný Harðardóttir hélt erindi þar sem hún sagði frá þeim glerþökum sem hún hefur þurft að brjótast í gengum á ferli sínum. Fundurinn var haldinn hjá Nordisk Ministerråd þar sem Kristín Ólafsdóttir tók á móti okkur og sagði frá starfi sínu sem generelsekretær í Foreningen Norden.
30.maí
2014
Stofnfundur
Marel - Kirstinehøj
Stofnfundur í sýningarrými Marel, Progress Point, í Kirstinehøj. Elísabet Austmann kynnti starfsemi Marels og Halla Benediktsdóttir kynnti hugmyndina á bak við FKA-DK.
Eldri viðburðir
17.júní
2021
Sumarhátíð fka-dk
Ganga um Kaupmannahöfn
Við fögnuðum sumrinu og 17. júní með þjóðlegri göngu um Íslendingaslóðir Kaupmannahafnar undir leiðsögn Ástu Stefánsdóttur.
25.maí
2021
Að vingast við markaðssetningu
Jónshús
Hönnuðurinn Iona Sjöfn sagði frá því hvernig hægt er að nýta markaðssetningu í starfi og lífi, ásamt því að deila hennar reynslu og vegferð í þeim málum.
19.júní
2020
Sumargleði á Kvenréttindadegi
Jónshús
Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir kynnti ljósmyndasýningu sína ,,Móðurhlutverkið” ásamt því að fjalla um lokaverkefni sitt frá Konunglegu listaakademíunni í Haag sem ber titilinn ,,Jafnvel lognið er hvasst”.
23.apríl
2020
Föstudagsbar á fimmtudegi
Zoom
Nýir stjórnarmeðlimir voru kynntir til sögunnar. Lilla Lange og Júlía Skagfjörð héldu erindi um markaðslegar áskoranir fyrirtækja á tímum Covid og tónlistarkonan Hildur Stefánsdóttir sagði frá crowdfunding og möguleikunum sem í því felast fyrir skapandi fólk og lauk viðburðinum með tónlistaratriði.
14.nóv
2019
Heimsókn í Lindex
Lindex - Fields
Fyrirtækjaheimsókn í verslun Lindex í Fields. Anna Árnadóttir sem rekur Lindex í Danmörku og á Íslandi, tók á móti félagskonum ásamt fjölskyldu sinni og sagði frá fyrirtækinu og sögu þess. Auk þess bauð Bjargey Ingólfsdóttir upp á stutta bókakynningu.
12.nóv
2019
Lærðu að nota linkedin - Námskeið
Jónshús
Inga Rós Antoníusdóttir viðskiptafræðingur fór yfir helstu atriði varðandi að nota Linkendin á kvöldnámskeiði í Jónshúsi.
24.okt
2019
Hátíðarfundur
Sendiherrabústaður
Fyrsti hátíðarfundur félagsins var haldinn á heimili Helgu Hauksdóttir sendiherra. Í fyrsta skipti voru Hvatningarverðlaun FKA-DK veitt . Vigdís Finnsdóttir hlaut verðlaunin fyrir dugnað, hvatningu og vera góð fyrirmynd.Hljómsveitin Aufori flutti nokkur lög. Boðið var upp á léttar veitingar í boði sendiherra.
8.okt
2019
Heimsókn í Novo Nordisk
Novo Nordisk - Bagsværd
Hanna Birna, Helena Brynja, María, Móna og Þóra, sem allar starfa hjá Novo Nordisk í ólíkum hlutverkum tóku á móti félagskonum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bagsværd. Þær sögðu frá störfum sínum, hvernig þær fengu vinnu þar og sjálfu fyrirtækinu. Boðið var upp á léttar veitingar.
19.Júní
2019
Morgunfundur á Retreat
Retreat - Magasin du Nord
Morgunverðar fundur hjá Vigdísi Finnsdóttur á kaffihúsinu Retreat í Magasin.
Vigdís leiddi fundinn og félagskonur ræddu hin ýmsu málefni.
24.maí
2019
Konur sem stúta stemningunni
Østre Anlæg - Garðfundur
Tobba Marinós flutti erindi í garðinum Østre Anlæg, þar sem hún ræddi hinar ýmsu hliðar af því að vera kona í karlaumhverfi og gaf konum skemmtilegt og áhugavert pepp til að krefjast betri kjöra og standa með sjálfum sér.
28.mars
2019
Það sem ég hef lært: Danmörk, ísland & grænland
Norðurbryggja
Gyða Guðmundsdóttir bauð í heimsókn á skrifstofu North Atlantic Agency, dótturfyrirtæki Eimskip, þar sem hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gyða öðlast víðtæka reynslu, en hún rak leið sína í starfi frá Íslandi til Grænlands til Danmerkur.
21.feb
2019
Ljósasigling
Norðurbryggja - Kanalrundfart
Eftir vínglas og tengslamyndun í menningarhúsinu Norðurbryggju var siglt um höfnina og síkin, þar sem Ásta Stefánsdóttir veitti leiðsögn um ljósalistaverk borgarinnar, í tilefni hinnar árlegu Copenhagen Light Festival.
18.des
2018
Jólaglögg
Café Mandela
Félagskonur hittust í jólaglögg á kaffihúsinu Café Mandela á Vesterbro. Sérstök áhersla var lögð á að styrkja tengslanetið og þétta hópinn.
3.nóv
2018
Fólk Reykjavík meets Republic of Fritz Hansen
Fritz Hansen - Allerød
Heimsókn í danska hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Fritz Hansen, þar sagði Lilja Dröfn Christensen frá starfseminni og sögu fyrirtækisins. Einnig kynnti frumkvöðullinn Ragna Sara Jónsdóttir hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík. Boðið var upp á sushi og hvítvín í glæsilegu mötuneyti Fritz Hansen.
20.sept
2018
Maður þarf að byrja á að rugga bátnum
Sendiherrabústaður
Kristín Hjálmtýsdóttir sagði frá starfi sínu sem forstöðumaður Rauða Krossins á Íslandi. Sendiráð Íslands bauð upp á léttar veitingar.
2.maí
2018
Úti er ævintýri
Østre Anlæg - Garðfundur
Sumargleði með meiru. Stjórnin skipulagði ratleik um Østre Anlæg. Konur slettu úr klaufunum og mynduðu tengsl sem seint gleymast.
15.mars
2018
Konur, kokteilar og hin fullkomna lyfturæða
Jónshús
Auður Welding og Ásta Stefánsdóttir kynntu markvissar og lærdómsríkar leiðir til að styrkja tengslamyndum í kokteilboðum og samskonar samkomum.
11.jan
2018
Heimsókn í netcompany
Netcompany - Grønningen
Dóra, Guðrún og Jóhanna buðu í heimsókn á vinnustað sinn, Netcompany við Grønningen. Þar sögðu þær frá störfum sínum og reynslu sem konur í IT geiranum, kynntu húsakynni fyrirtækisins og gerðu vel við félagskonur í mat og drykk.
26.okt
2017
Kvöldverðafundur á Gló með Sollu Eiríks
Gló - Magasin du Nord
Matargúrúinn og næringarfrömuðurinn Solla Eiríks sagði frá lífi sínu og starfi á veitingastaðnum Gló í Magasin du Nord. Matur og drykkur voru í boði veitingastaðarins.
28.sept
2017
Kjélling í myndlistarheiminum
Sendiráð Íslands - Norðurbryggja
Eftir tengslamyndun og drykk í boði Sendiráðs Íslands, fór myndlistakonan Kristín Gunnlaugsdóttir með gesti um sýningu sína og Margrétar Jónsdóttur, Super Black á Norðurbryggju. Að lokinni leiðsögn var boðið upp á Sushi í kaffihúsi menningarhússins.
16.Júní
2017
Öflugt tengslanet lykill að árangri
Jónshús
Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi, framkvæmdastjóri og eigandi Vendum, sagði frá starfsferli sínum og vinnu sinni sem stjórnendaþjálfi. Hún fjallaði einnig um mikilvægi tengslamyndunar og hvernig hægt er að styrkja sig á því sviði.
2.mars
2017
Heimsókn í icelandair
Icelandair
Kristín Brynja hjá Einrúm, Kristín hjá WeCycle, Vigdís hjá Retreat og Sigga hjá Icelandair, sögðu frá starfsemi og sögu fyrirtækjanna.
9.des
2016
Krafsað í fjölmiðlaþakið
Jónshús
Ingibjörg Þórðardóttir starfar hjá BBC og er ein af þeim íslensku konum sem hefur náð hve allra lengst í heimi erlendra fjölmiðla og sagði frá ferli sínum og starfi.
8.okt
2016
Heimsókn í 66°Norður
Verslun 66° Norður - Sværtegade
Félagskonur heimsóttu verslun 66° Norður í miðbæ Kaupmannahafnar, boðið var upp á stutta kynningu á fyrirtækinu og léttar veitingar.
9.júní
2016
Kynorkan í viðskiptalífinu
Østre Anlæg - Garðfundur
Garðfundur og lautarferð í Østre Anlæg. Gestur fundarins var kynlífsfræðingurinn Ragnheiður Eiríksdóttir og fjallaði hún á afar hressan og húmorískan hátt um kynorkuna í viðskiptalífinu.
7.apríl
2016
Að hanna framtíð
Jónshús
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands var gestur fundarins þar sem fjallað var um hönnunarmál undir yfirskriftinni Hönnum framtíð.
28.jan
2016
Ég er með'etta!
Jónshús
Fyrsti fundur ársins var í Jónshúsi þar sem Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, markþjálfi, rithöfundur og jógakennari var gestur fundarins.
19.nóv
2015
Ertu leiðtogi í eigin lífi?
Jónshús
Jólafundurinn var haldinn í Jónshúsi þar sem boðið var upp á alvöru íslenskan jólamat, Anna Steinsson var gestur fundarins, þar sem hún spurði: Ertu leiðtogi í eigin lífi?
24.sept
2015
Networking og hið innra innsæi
Jónshús
Haustið hófst á fundi í Jónshúsi þar sem Hrund Gunnsteinsdóttir ráðgjafi hélt fyrirlestur um mikilvægi tengslanets, en kynnti einnig heimildarmyndina Innsæi, sem hún vann að á þeim tíma.
19.mars
2015
Markaðsmál
Jónshús
Fundurinn var haldinn í Jónshúsi, en hér kynnti Christine Blin hjá Newmero og Maríanna Friðjónsdóttir markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
29.jan
2015
Janúarfundur
Icelandair
Icelandair bauð í heimsókn með heilsuveitingum og Ragga Nagli kynnti nýútkomna bók.
20.nóv
2014
Jólafagnaður
Sendiráð Íslands
Jólafundur FKA- DK var haldinn í sendiráði Íslands við Strandgade á Christianshavn. Gestur fundarins var þáverandi formaður FKA á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
11.sept
2014
Haustfundur
Nordisk Minesterråd
Alþingiskonan Oddný Harðardóttir hélt erindi þar sem hún sagði frá þeim glerþökum sem hún hefur þurft að brjótast í gengum á ferli sínum. Fundurinn var haldinn hjá Nordisk Ministerråd þar sem Kristín Ólafsdóttir tók á móti okkur og sagði frá starfi sínu sem generelsekretær í Foreningen Norden.
30.maí
2014
Stofnfundur
Marel - Kirstinehøj
Stofnfundur í sýningarrými Marel, Progress Point, í Kirstinehøj. Elísabet Austmann kynnti starfsemi Marels og Halla Benediktsdóttir kynnti hugmyndina á bak við FKA-DK.