Back to All Events

Hvatningarverðlaun fka-dk 2025

  • Sendiherrabústaður (map)

Á Kvennafrídaginn, 24. október, veitir Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hvatningarverðlaun félagsins – og nú leitum við að næsta verðlaunahafa.

Hvaða félagskona veitir þér innblástur?

​Verðlaunin eru veitt íslenskri konu sem þykir hafa skarað fram úr í dönsku atvinnulífi, veitt innblástur og verið öðrum konum fyrirmynd í störfum sínum og samfélagslegri virkni.

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar í ár. Fresturinn rann út 15. september sl.

Hver hlýtur verðlaunin í ár!

Hvatningarverðlaun FKA-DK verða afhent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn 24. október nk. að heimili sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Péturs Ásgeirssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Mikilvægt: Þátttaka er ókeypis en hverri skráningu þarf að fylgja netfang. Boðskort verða send í tölvupósti frá sendiherra Íslands þegar skráningarfrestur á viðburðinn rennur út. Skráning telst því bindandi.

Hvatningarverðlaun FKA-DK eru veitt annað hvert ár og voru fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru mikilvæg viðurkenning á framlagi kvenna innan félagsins sem hafa hvatt aðrar konur áfram, verið leiðandi og stuðlað að jákvæðum breytingum í atvinnulífinu.

Fyrri verðlaunahafar:
2019 – Vigdís Finnsdóttir
2021 – Herdís Steingrímsdóttir
2023 – Dóra Fjölnisdóttir

Hlökkum til að sjá ykkur

Í ár skipa Hvatningarverðlaunanefnd:

  • Berglind Hallgrímsdóttir - senior advisor hjá Norrænu ráðherranefndinni

  • Dóra Fjölnisdóttir - verðlaunahafi Hvatningaverðlaunanna 2023

  • Ásta Stefánsdóttir - verkefnastjóri á Norðurbryggju og fyrrum stjórnarkona FKA-DK

Meira um Hvatningarverðlaunin
Previous
Previous
September 20

Tengslamyndun FKA-DK og FKA-Atvinnurekenda Auðs