Hvatningarverðlaun FKA-DK 2025

Annað hvert ár, á Kvennafrídeginum 24. október, veitir Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hvatningarverðlaun. Verðlaunin, sem fyrst voru veitt árið árið 2019, eru veitt félagskonu sem hefur unnið vel í þágu atvinnulífs kvenna og verið íslenskum konum í dönsku atvinnulífi sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Hvatningarverðlaunin eru mikilvæg viðurkenning á framlagi kvenna innan félagsins. Kvenna sem hafa hvatt aðrar konur áfram, verið leiðandi og stuðlað að jákvæðum breytingum í atvinnulífinu.

Í ár skipa Hvatningar-verðlauna-nefnd:

  • Berglind Hallgrímsdóttir - senior advisor hjá Norrænu ráðherranefndinni

  • Dóra Fjölnisdóttir - verðlaunahafi Hvatningaverðlaunanna 2023

  • Ásta Stefánsdóttir - verkefnastjóri á Norðurbryggju og fyrrum stjórnarkona FKA-DK

Frestur til að tilnefna konu til verðlaunanna rann út 15. september sl.

Saga verðlaunanna

  • 2023

    Verðlaunanefnd Hvatningarverðlauna var skipuð af Árna Þór Sigurðssyni, þáverandi sendiherra Íslands í Danmörku, Gyðu Guðmundsdóttur Community Engagement Specialist hjá AECO og Herdísi Steingrímsdóttur, verðlaunahafa ársins 2023.

    Verkefnastýrur án atkvæðisréttar voru Aldís Guðmundsdóttir og Ásdís Ágústsdóttir.

    Verðlaunin hlaut Dóra Fjölnisdóttir, Principal hjá Netcompany.

  • 2021

    Verðlaunanefnd Hvatningarverðlauna 2021 skipaði Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Danmörku, Vigdís Finnsdóttir verðlaunahafi ársins 2019 og Auður Welding fyrrum stjórnarkona FKA-DK.

    Þáverandi stjórnarkona Gyða Guðmundsdóttir gegndi hlutverki verkefnastýru og hafði ekki atkvæðarétt.

    Hvatningarverðlaunahafi 2021 var Herdís Steingrímsdóttir, vinnumarkaðshagfræðingur og dósent við Copenhagen Business School.

  • 2019

    Verðlaunanefnd Hvatningarverðlauna 2019 skipaði X.

    X gegndi hlutverki verkefnastýru og hafði ekki atkvæðarétt.

    Hvatningarverðlaunahafi 2019 var Vigdís Finnsdóttir, stofnandi og meðeigandi fyrirtækjanna Boutique Fisk og Retreat.

Fyrrum verðlaunahafar