Hvatningarverðlaun FKA-DK 2025

Annað hvert ár, á Kvennafrídeginum 24. október, veitir Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hvatningarverðlaun. Verðlaunin, sem fyrst voru veitt árið árið 2019, eru veitt félagskonu sem hefur unnið vel í þágu atvinnulífs kvenna og verið íslenskum konum í dönsku atvinnulífi sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Hvatningarverðlaunin eru mikilvæg viðurkenning á framlagi kvenna innan félagsins. Kvenna sem hafa hvatt aðrar konur áfram, verið leiðandi og stuðlað að jákvæðum breytingum í atvinnulífinu.

Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Pétur Ásgeirsson, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn í sendiráðsbústað Íslands í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um viðburðinn.

Í ár skipa Hvatningar-verðlauna-nefnd:

  • Berglind Hallgrímsdóttir - senior advisor hjá Norrænu ráðherranefndinni

  • Dóra Fjölnisdóttir - verðlaunahafi Hvatningaverðlaunanna 2023

  • Ásta Stefánsdóttir - verkefnastjóri á Norðurbryggju og fyrrum stjórnarkona FKA-DK

Frestur til að tilnefna konu til verðlaunanna rann út 15. september sl.

Fyrrum verðlaunahafar