filterslaus vinnudagur

Yfirtaka á Instagram

Frá árinu 2020 hafa rúmlega 100 íslenskar konur tekið yfir Instagram reikning FKA-DK og sýnt frá fjölbreyttum störfum sínum.

Konurnar eru á öllum aldri og starfa í mjög mismunandi geirum og hlutverkum. Allar eiga þær þó sameiginlegt að vera virkar á dönskum atvinnumarkaði.

Fylgstu með á Instagram annan hvern miðvikudag. Þar finnur þú yfirtökur sem sýna frá fjölbreyttum filterslausum vinnudögum. Hægt er að nálgast yfirtökurnar undir “Highlights” á Instagram reikningi FKA-DK.

Vilt þú sýna frá filterslausum vinnudegi?

Skrifaðu okkur línu ef þú hefur áhuga á því að sýna frá filterslausum vinnudegi á Instagram.

Hafa samband