Hér finnur þú svör við algengum spurningum.

Ekki hika við að hafa samband ef frekari spurningar vakna.

Hafa samband
  • Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku, FKA-DK, er samfélag kvenna á öllum aldri. Kvenna sem starfa við allskonar störf; hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða eru sjálfstætt starfandi. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera staðsettar í Danmörku. Í FKA-DK styðja, hvetja og lyfta konur hverri annarri upp.

  • Ertu kona, staðsett í Danmörku og á eða á leið út á atvinnumarkaðinn? Ef svarið er já, er ekki eftir neinu að bíða, vertu hjartanlega velkomin. FKA-DK er samfélag kvenna sem starfa við allskonar störf; hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða eru sjálfstætt starfandi. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera staðsettar í Danmörku.

  • FKA-DK er opið öllum konum sem búa í Danmörku. Konum sem eru á eða á leið út á atvinnumarkaðinn. Ekki er þörf á því að sækja um aðild eða skrá sig sérstaklega. Allir viðburðir félagsins eru opnir og þú þarft ekki að vera skráður meðlimur til þess að taka þátt.

  • Allir viðburðir félagsins eru opnir og þú þarft ekki að vera skráður meðlimur til þess að taka þátt.

  • FKA-DK innheimtir engin félagsgjöld. Greitt er fyrir aðgang að hverjum viðburði fyrir sig.

  • Það eru margar leiðir til þess að fylgjast með viðburðum og starfi félagsins:

  • Þú eflir tengslanetið og verður hluti af samfélagi kvenna, með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að búa og starfa í Danmörku.

  • FKA-DK heldur ýmiskonar viðburði sem allir eiga það sameiginlegt á einn eða annan hátt að vera vettvangur til að efla tengslanetið.

    Við hefjum viðburðina oft á litlum æfingum til að efla tengslanetið. Við mælum með því að mæta með opinn huga og leggja þig fram við að kynnast nýjum konum.

    Það er góð þumalfingursregla að tala við a.m.k. þrjár nýjar konur á hverjum viðburði.