Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku býður íslenskum konum upp á faglegan vettvang til tengslamyndunar og innblásturs, þar sem styrkur og hvatning eru í hávegum höfð. Stoltar félagskonur sýna samstöðu, lyfta hver annarri upp og aðstoða við áskoranir.
FKA-DK er faglegur vettvangur til tengslamyndunar fyrir íslenskar konur í Danmörku. Hér getur þú lesið allt um fjölþætta starfsemi félagsins.
FKA-DK stendur fyrir nokkrum viðburðum árlega. Fyrirlestrar, námskeið, fyrirtækjaheimsóknir ofl.
Hér er að finna upplýsingar um viðburði á döfinni sem og liðna.
Í dönsku atvinnulífi er mikill fjöldi íslenskra kvenna og þar á meðal eru margar konur í eigin rekstri. Hér má finna yfirlit yfir fyrirtækin.
Félagskonur koma reglulega fyrir í fjölmiðlum og hér er samansafn af því helsta ásamt öðrum viðeigandi umfjöllunum tengdum FKA-DK.
Vilt þú ganga í félagið?
Vertu velkomin, við tökum glaðar á móti nýjum félagskonum!
Ýmsir kostir eru af því að vera hluti af sterku tengslaneti líkt og FKA-DK. Til þess að vera gjaldgeng í félagið þarftu að vera búsett í Danmörku, virk í dönsku atvinnulífi eða við það að stíga inn í það. Ekki er tekið árgjald í félagið heldur greiða félagskonur aðeins fyrir aðgöngu að viðburðum sem þær sækja.
Félagið heldur utan um meðlimi sína og starfsemi á Facebook-hópi og Facebook-síðu félagsins.