top of page

Saga félagsins

Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku var stofnað af Höllu Benediktsdóttur árið 2014. Hugmyndin að félaginu kviknaði skömmu eftir að Halla flutti til Danmerkur og fann fyrir vöntun á tengslaneti á meðal íslenskra kvenna í Danmörku. Hún kannaði áhuga á meðal annarra íslenskra kvenna og var hann svo sannarlega fyrir hendi, allar þær sem hún ræddi við höfðu áhuga á slíkum félagsskap. Halla kallaði saman hóp kvenna sér til aðstoðar og úr varð Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku, sem oftast gengur undir nafninu FKA-DK. Stofnfundur félagsins var haldinn þann 30. maí 2014 og hefur félagsskapurinn vaxið og dafnað síðan.

Félagið heldur alla jafna 4-8 viðburði ár hvert, þar sem færri komast að en vilja og uppselt hefur verið á flesta viðburði. Eðli viðburðanna er með ýmsu móti, oft eru þeir haldnir í Jónshúsi, þar sem boðið er upp á fyrirlestra, námskeið og fleira, en einnig er mikið um fyrirtækjaheimsóknir þar sem félagskonur bjóða í heimsókn í fyrirtækin sín eða fyrirtækin sem þær starfa hjá og segja frá fyrirtækinu og störfum sínum þar innanborðs.

Stofnfundur.jpg
Mynd frá stofnfundi félagsins.
bottom of page