MentorVerkefni
Mentorverkefnið er sex mánaða verkefni þar sem reyndar íslenskar konur í dönsku atvinnulífi leiðbeina öðrum íslenskum konum sem vilja þróa sig faglega, auka tengslanet sitt og fá innsýn í reynslu annarra.
Markmið verkefnisins er að skapa tengsl milli kvenna á ólíkum starfsferilsstigum, miðla reynslu og styrkja íslenskar konur í dönsku atvinnulífi.
Mentorprogramið parar saman mentora og mentees sem hittast reglulega, og deila reynslu sinni. Þetta er frábær leið til að læra, deila og byggja upp sterkt net í samfélagi íslenskra kvenna í DK.
Kynningarfundur 12.11.2025
Taktu þátt í stuttum online kynningarfundi þar sem Laufey Kristín Skúladóttir, verkefnastýra og konan á bakvið Mentorverkefni FKA-DK, segir frá hugmyndinni að baki verkefninu, markmiðunum og hvernig ferlið gengur fyrir sig og tekur á móti spurningum.
hvernig er ferlið?
Við kynntum verkefnið fyrst á Kvennafrídaginn 24. október 2025, á Hvatningarverðlaunum félagsins. Við opnum svo fyrir umsóknir þann 1. nóvember og verður umsóknarfrestu til og með 20. nóvember 2025.
Allar félagskonur geta sótt um, hvort sem þú ert í byrjun starfsferils eða með margra ára reynslu.
Eftir að umsóknarfresturinn rennur út þá eru mentorar og mentees paraðar saman út frá markmiðum og áhugasviðum.
-

Áslaug Axelsdóttir
Senior Manager GMP Support hjá Lundbeck
Áslaug hefur áratugs reynslu úr lyfjaiðnaði þar sem hún hefur bæði leitt sérfræðiteymi og stýrt framleiðslu. Hún starfar nú sem Senior Manager hjá Lundbeck og stýrir þar hópi 12 sérfræðinga sem veita GMP-ráðgjöf og stuðning við framleiðsludeildir. Áður bar hún ábyrgð á 24/7 rekstri framleiðslulína með allt að 38 starfsmönnum. Hjá Harper & Vedel starfaði hún sem ráðgjafi og verkefnastjóri í stórum lyfjaframkvæmdum með áherslu á gæðatryggingu, áhættugreiningu og þverfaglegt samstarf.
-

Dagbjört Jónsdóttir
Director of Technology hjá MovieStarPlanet
Dagbjört hefur starfað sem tölvunarfræðingur frá 1999. Fyrst á Íslandi, svo í Montreal, Kanada og seinna í Kaupmannahöfn. Árið 2010 hóf hún störf hjá tölvuleikjafyrirtækinu MovieStarPlanet Aps, sem þá var mjög lítið. Eftir því sem fyrirtækið óx fékk hún aukin tækifæri og hefur verið í mismunandi stjórnunarstörfum síðan 2014. Dabjört hefur tekið margskonar stjórnunarnámskeið og ráðið og þjálfað tugi forritara. Frá 2023 hefur hún verið Director of Technology hjá MovieStarPlanet og setið í framkvæmdastjórn.
-

Dóra Fjölnisdóttir
Head of Quality Assurance hjá AkademikerPension
Dóra er tölvunarfræðingur með yfir 30 ára reynslu á sviði hugbúnaðarþróunar, prófana og stafrænna breytinga. Starfsferillinn hófst sem forritari í fjármálaheiminum, meðal annars hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og svo Saxo Bank. Frá 2015-2024 starfaði Dóra hjá Netcompany sem QA Manager og síðar Principal. Þar vann hún bæði með stórum opinberum aðilum en einnig að innri uppbyggingu QA deildarinnar og Netcompany Academy. Árið 2024 tók Dóra við stöðu yfirmanns stafrænna þróunar hjá AkademikerPension, þar sem hún leiðir innleiðingu nýrra ferla, verkfæra og stafrænna (um)breytinga.
-

Fenja Engsig
Vice President hjá Copenhagen Infrastructure Partners
Fenja Engsig hefur starfað hjá Copenhagen Infrastructure Partners síðan 2019, aðallega innan Flagship sem er stærsti sjóður CIP sem einbeitir sér að fjárfestingum í endurnýjanlegum orkuinnviðum. Hún var valin sem ein af efnilegustu ungu viðskiptatalentum Danmerkur árið 2022 fyrir framúrskarandi árangur, þar á meðal fyrir að leiða verkefni í vindorku á Spáni. Fyrst vann hún við fjárfestingar en færði sig síðar yfir í stefnumótun og stuðning við stjórnunarstarf. Fenja er með meistaragráðu í verkfræði og hefur áður starfað sem ráðgjafi fyrir stór fyrirtæki í orkugeiranum.
-

Guðrún Jóna Jónsdóttir
Director of Engineering, Data and analytics hjá Pandora
Með yfir tuttugu ára reynslu í upplýsingatækni leiðir Guðrún Jóna leiðtoga í flóknu tæknilegu umhverfi með fjölbreyttum hagsmunaaðilum og yfir 14 teymum. Starfsferill hennar spannar forritun, prófana stjórnun, samþættingarverkefni og stefnumótandi stjórn innan upplýsingatækninar. Guðrún leggur ríka áherslu á tæknilegan skilning og byggir samskipti á trausti, hreinskilni og gegnsæi. Hún hefur markvisst byggt upp fjölbreytt teymi og lagt sig fram um að skapa rými fyrir öflugar konur til áhrifa og vaxtar innan tæknigeirans.
-

Hanna Birna Sigurðardóttir
Senior Manager hjá Novo Nordisk
Hanna Birna er umhverfisverkfræðingur með yfir 20 ára reynslu af sjálfbærni og umhverfismálum í lyfjaiðnaði. Hún hefur starfað hjá Novo Nordisk og NNE Pharmaplan í leiðandi hlutverkum þar sem hún hefur þróað og innleitt vistvænar lausnir og alþjóðlega staðla. Hún hefur leitt verkefni tengd hönnun nýrra verksmiðja, samþætt sjálfbærni í verkefnastjórnun og tekið virkan þátt í Circular for Zero stefnu Novo Nordisk. Hanna Birna er sérfræðingur í stefnumótun, verkefnastjórnun og miðlun sjálfbærnimarkmiða til ólíkra hagsmunaaðila.
-
Harpa Birgisdóttir
Prófessor í sjálfbærni bygginga við BUILD við Álaborgarháskóla
Harpa er umhverfisverkfræðingur og prófessor í sjálfbærni bygginga við BUILD við Álaborgarháskóla í Kaupmannahöfn, þar sem hún leiðir rúmlega 20 manna rannsóknarteymi. Hún er leiðandi í umhverfismálum bygginga í Danmörku og víðar. Rannsóknir hennar hafa leitt til verulegra breytinga í danskri byggingarreglugerð. Harpa situr í tveimur stjórnum - Rådet for bæredygtigt byggeri og Molio. Hún hefur áður starfað á Eflu verkfræðistofu þar sem hún var einnig hluthafi.
-

Helena Guðrún Bjarnadóttir
Director Marketing, Events & Demo Centers hjá JBT Marel
Helena er yfirmaður á markaðssviði og hún ber ábyrgð á öllum sýningum, viðburðum og sýningarhúsum fyrirtækisins á heimsvísu. Helena er með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að vera með gráðu í viðskiptafræðum, alþjóðaviðskiptum og ferðamálum. Hún hefur starfað síðastliðin 12 ár hjá Marel, nú JBT Marel og síðastliðin 6 ár sem yfirmaður og hluti af stjórnendateymi markaðssviðs og tekið þátt í að byggja upp markaðsstefnu og vörumerki fyrirtækisins á heimsvísu. Helena stýrir hópi verkefnastjóra og stjórnenda sýningarhúsa sem vinna að yfir 100 sýningum og viðburðum á ári. Auk þess að hafa starfað á Íslandi og í Danmörku hefur hún einnig í fyrri störfum búið og starfað í Hollandi og Bandaríkjunum.
-

Helga Björk Magnúsdóttir
Director, Systems & Technology, í R&D hjá GN Hearing
Helga er menntaður hljóðverkfræðingur og hefur starfað hjá GN Hearing frá útskrift. Þar hefur hún byggt upp áratugalanga reynslu af þróun heyrnartækja og nýsköpun í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu. Ferill hennar endurspeglar djúpan skilning á bæði tæknilegum og mannlegum þáttum vöruþróunar, með áherslu á hvernig samvinna milli mismunandi teyma og fagsviða skapar betri lausnir fyrir notendur. Í dag leiðir hún Systems & Technology-deildina í rannsókna- og þróunarsviði GN Hearing, þar sem hún tengir saman stefnu, tækni og þarfir notenda.
-

Herdís Steingrímsdóttir
Dósent í hagfræði hjá Copenhagen Business School
Herdís lauk doktorsprófi í hagfræði frá Columbia-háskóla í New York árið 2012 og hefur starfað við CBS frá 2011. Rannsóknir hennar snúa að vinnumarkaðshagfræði, fjölskylduhagfræði, og jafnréttismálum, meðal annars áhrifum kynjaðra væntinga og foreldraorlofs á menntun, atvinnuþátttöku og tekjur. Hún hefur hlotið rannsóknarstyrki, þar á meðal frá Danish Council for Independent Research, og tekið þátt í stefnumótun og skýrslugerð fyrir stjórnvöld í Danmörku og á Íslandi. Herdís hefur setið í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 2022.
-

Inga Rós Antoníusdóttir
General Manager North Europe hjá Intrepid
Inga Rós er framkvæmdarstjóri Intrepid, fyrir Norður Evrópu, en Intrepid er heimsins stærsta ferðaþjónustufyrirtæki innan ævintýraferðamennsku.
Hún lærði International Business Administration og svo Intercultural Communication við CBS en hefur síðan þá starfið við allt frá kennslu og markaðsmál hjá SwipBox og Expedia, yfir í stafræna og sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, m.a. hjá Ferðamálastofu Íslands. Inga hefur verið mentor fyrir konur í Kenýu og Palestínu á vegum "Cherie Blair Foundation for women" og mentor fyrir ungmenni á Grænlandi á vegum "Mind your own business". -

Ragna Sara Jónsdóttir
Founder & Creative Director hjá FÓLK Reykjavik
Eftir að hafa lokið BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands starfaði hún við blaða- og fréttamennsku. Ragna lauk því næst MSc gráðu í alþjóðviðskiptum og tungumálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Eftir útskrift stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki með áherslu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni og starfaði fyrir viðskiptavini á borð við Þróunaráætlun Sameinuðu Þjóðanna (UNDP), Utanríkisráðuneytið og Íslandsbanka. Eftir það var hún yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar og síðar yfirmaður samfélagsábyrgðar Landsirkjunar. Árið 2015 söðlaði hún um og stofnaði hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík. Ragna Sara er fyrrum formaður stjórnar UN Women á Íslandi, varaformaður stjórnar Festu Miðstöðvar um samfélagsábyrgð og formaður dómnefndar fjölmiðlaverðlauna Umhverfisráðuneytisins og formaður dómnefndar Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
-

Ragnhildur Þórðardóttir
Sálfræðingur, fyrirlesari og pistlahöfundur hjá Ragga Nagli
Ragnhildur er með meistaragráðu í heilsusálfræði frá University of Surrey, Guildford. Eftir útskrift starfaði hún við rannsóknir bæði á Landspítala Íslands sem verkefnastjóri og hjá Rannsóknarstofnun um lyfjamál við Háskóla Íslands.
Ragga útskrifaðist 2013 með Cand. Psych gráðu frá Háskólanum í Kaupmannahöfn og setti þá á laggirnar sína eigin sálfræðistofu sem hún rekur enn í dag. Ragga tekur á móti fullorðnum skjólstæðingum og hjálpar með allan sálrænan vanda: t.d. kvíða, depurð, óheilbrigt samband við mataræði, hindranir fyrir heilsuvenjur, áföll, streitu og kulnun.
Ragga Nagli hefur skrifað pistla um heilsu síðan árið 2005 og fer reglulega til Íslands þar sem hún hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum og námskeiðum fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skóla og fleira -
Rósa Björk Einarsdóttir
Stjórnunar- og þróunarleiðtogi (eMBA), fyrrverandi Head of Engineering hjá SYBO
Rósa er með yfir tuttugu ára reynslu úr alþjóðlegu tæknigeiranum og hefur gegnt lykilstöðum hjá fyrirtækjum á borð við Unity og SYBO. Hún lauk Executive MBA námi með hæstu einkunn og hefur sérhæft sig í að leiða teymi, umbreyta skipulagsheildum og tengja tækni við viðskiptalega árangursdrifna stefnu. Rósa hefur búið í Danmörku í 23 ár. Hún brennur fyrir leiðtogastarfi, að styrkja konur í viðskiptum og skapa starfsumhverfi þar sem fólk blómstrar.