Á döfinni
Viðburðir
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hefur haldið fjölda viðburða, þar sem færri komast að en vilja. Eðli viðburðanna er með ýmsu móti; fyrirlestrar, námskeið, fyrirtækjaheimsóknir og fleira. Bæði utanaðkomandi fyrirlesarar og félagskonur hafa leitt fundina og reynir félagið eftir fremsta megni að bjóða upp á fjölbreytta viðburði.
Fyrirtækjaheimsókn til Pandora
Komdu í heimsókn í Pandora
Pandora býður, í samstarfi við FKA-DK og Kötlu Nordic, til spennandi kynningar á starfsemi stærsta skartgripafyrirtæki heims. Farið verður yfir hvernig fyrirtækið vinnur að helstu verkefnum og áherslum.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Kynnar kvöldsins verða:
Guðný Lára Árnadóttir - Global PR Event & Activation
Guðrún Jóna Jónsdóttir - Director, Engineering
Guðrún Reynisdóttir - Manager, Product Management
Miðasala hefst innan skamms.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur í Jónshúsi föstudaginn 6. mars nk.
Líkt og undanfarin ár verður viðburðurinn haldinn hátíðlegur í samstarfi við kvennakórinn Eyju.
Gestafyrirlesari að þessu sinni er Elinóra Guðmundsdóttir stofnandi og ritstýra útgáfufyrirtæksisins Via og ein þriggja ritstjóra bókarinnar Hennar rödd.
Kvennakórinn Eyja mun sjá um veitingar og hægt verður að kaupa bæði mat og drykkjarföng til styrktar kórastarfi þeirra.
Stefnt er að halda svo fjörinu áfram í góðu glensi að viðburði loknum, enda mikilvægt að styrkja tengslanetið og hafa gaman saman. Staðsetning verður gefin út síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur
Miðasala hefst innan skamms
Glitrandi aðventugleði
Við hlökkum til að sjá ykkur í huggulegu umhverfi og notalegri stemningu.
Online Kynningarfundur: Mentorverkefni FKA-DK
Vilt þú vita meira um Mentorverkefni FKA-DK?
Taktu þátt í stuttum online kynningarfundi þar sem Laufey Kristín Skúladóttir, verkefnastýra og konan á bakvið Mentorverkefni FKA-DK, segir frá hugmyndinni að baki verkefninu, markmiðunum og hvernig ferlið gengur fyrir sig.
Tengslamyndun FKA-DK og FKA-Atvinnurekenda Auðs
Tengsl skapa tækifæri!
Á þessum viðburði gefst einstakt tækifæri til að styrkja tengslin við íslenskar konur í atvinnurekstri á Íslandi.
Atvinnurekenda AUÐUR er félag innan FKA sem er sérstaklega ætlað konum sem eiga og reka fyrirtæki. Félagið skapar vettvang þar sem konur í atvinnurekstri geta vaxið, eflt tengslanet sitt og fengið stuðning við að takast á við áskoranir sem mæta þeim sem fyrirtækjaeigendum.
Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa drykki á barnum.
Fulltrúar FKA-DK og Atvinnurekenda Auðs munu stýra tengslamyndun.
Allar velkomnar!
Vilt þú halda erindi eða ert þú með tillögu að erindi?