Damerne Først! er hlaðvarp FKA-DK
Frá árinu 2021 hafa íslenskar konur frætt hlustendur um líf sitt, störf og áhugamál og hvernig þeim hefur tekist að fóta sig í nýju starfsumhverfi langt frá heimahögunum.
Umsjónarkona og stjórnandi hlaðvarpsins er Ásta Stefánsdóttir. Í hlaðvarpinu er skyggnst inn í líf og störf íslenskra kvenna í Danmörku. Hlustendur fá skemmtilega innsýn í heim viðmælendanna og gefst tækifæri á að kynnast vegferð þeirra, uppáhalds drykknum og lífsmottóum.