Tengsl skapa tækifæri
Tengsl skapa tækifæri – skemmtilegur og vellukkaður tengslamyndunarviðburður í Kaupmannahöfn
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku bauð félagskonum FKA og FKA-Auðs til tengslamyndunar undir yfirskriftinni „Tengsl skapa tækifæri“. Hátt í 80 konur úr íslensku og dönsku atvinnulífi sóttu viðburðinn, sem fram fór í Kaupmannahöfn laugardaginn 20. september sl. Markmið viðburðarins var að efla tengslanet kvenna, skapa vettvang fyrir fagleg samskipti og styrkja tækifæri til frekara samstarfs. Að sögn skipuleggjenda tókst viðburðurinn vel – andrúmsloftið var fullt af orku, gleði og samstöðu.
Fyrir viðburðinn höfðu félagskonur FKA-Auðs fengið einstakt tækifæri til að kynnast íslensku samfélagi og menningu í Kaupmannahöfn. Þær þekktust boð Péturs Ásgeirssonar sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Höllu Benediktsdóttur forstöðukonu Jónshúss og Rögnu Söru Jónsdóttur í FÓLK. Einnig nutu þær leiðsagnar Ástu Stefánsdóttur, eiganda Gönguferða um Kaupmannahöfn, sem tók hópinn í lifandi gönguferð um borgina þar sem saga, arkitektúr og menning voru í forgrunni. Þá opnaði skartgripahönnuðurinn Sif Jakobs dyrnar að verslun sinni þar sem Sandra Gunnarsdóttir yfirhönnuður sagði frá vegferð fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði.
Takk fyrir komuna og eftirminnilegan dag kæru konur í FKA og FKA - Auði.
Myndasyrpa: Salka Ísfeld Mirrudóttir