top of page

Hvatningarverðlaun

Annað hvert ár á Kvennafrídeginum 24. október veitir Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku hvatningarverðlaun og hafa þau verið veitt árin 2019, 2021 og 2023. Verðlaunin eru veitt félagskonu sem hefur unnið vel í þágu atvinnulífs kvenna og verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

 

Síðast voru verðlaunin veitt þann 24. október 2023

Hvatningaverðlaunanefnd að þessu sinni skipuðu Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku, Gyða Guðmundsdóttir Community Engagement Specialist hjá AECO og Herdís Steingrímsdóttir, verðlaunahafi ársins 2021.
Verkefnastýrur án atkvæðisréttar voru Aldís Guðmundsdóttir og Ásdís Ágústsdóttir. 
Verðlaunin hlaut Dóra Fjölnisdóttir, Principal hjá Netcompany.

 

Hvatningarverðlaunanefnd 2021 skipaði Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Danmörku, Vigdís Finnsdóttir verðlaunahafi ársins 2019 og Auður Welding fyrrum stjórnarkona.
Þáverandi stjórnarkona Gyða Guðmundsdóttir gegndi hlutverki verkefnastýru og hafði ekki atkvæðarétt.
Hvatningarverðlaunahafi 2021 var Herdís Steingrímsdóttir, vinnumarkaðshagfræðingur og dósent við Copenhagen Business School.


Vigdís Finnsdóttir, stofnandi og meðeigandi fyrirtækjanna Boutique Fisk og Retreat hlaut verðlaunin árið 2019.

dóra.jpg
f.v. Halla Benediktsdóttir stofnandi og formaður FKA-DK., Dóra Fjölnisdóttir verðlaunahafi og Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn.

2023-2025

Dóra Fjölnisdóttir

Dóra starfar sem „principal“ hjá Netcomp­any, einu af stærstu fyr­ir­tækj­um Norður-Evr­ópu í sta­f­ræn­um lausn­um. Hún er yf­ir­maður yfir próf­un­um og gæðaeft­ir­liti og leiðir deild með fleiri hundruð starfs­menn, en stýr­ir að auki end­ur­mennt­un inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Í dag starfa um 7.500 manns hjá Netcomp­any sem nú er með skrif­stof­ur í tíu lönd­um. Um 120 manns bera titil­inn „principal“ hjá fyr­ir­tæk­inu en af þeim eru aðeins tíu kon­ur. Dóra hef­ur sýnt frum­kvæði og seiglu í að styrkja stöðu kvenna inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Hún veit­ir öðrum kon­um mik­il­væga hvatn­ingu og þykir dóm­nefnd hún eiga mikið hrós skilið fyr­ir að vera öfl­ug fyr­ir­mynd fyr­ir kon­ur í tækni­heim­in­um,

Image.jpeg
f.v. Halla Benediktsdóttir stofnandi og formaður FKA-DK., Herdís Steingrímsdóttir verðlaunahafi og Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn.

2021-2023

Herdís steingrímsdóttir

Herdís á spennandi og áhugaverðan feril að baki og hefur m.a. rannsakað eitt og annað sem tengist jafnréttismálum. Herdís er vinnumarkaðshagfræðingur og starfar sem dósent við Copenhagen Business School (CBS) og hlaut nýverið veglegan styrk til þess að rannsaka verkaskiptingu foreldra, á Íslandi og í Danmörku. Það má því segja að framlag Herdísar til jafnréttismála hefur verið töluvert og gaman verður að fylgjast með áframhaldinu.

159166874_10226922125985528_862308950492

2019-2021

Vigdís Finnsdóttir

Vigdís er stofnandi og meðeigandi fyrirtækjanna Boutique Fisk og Retreat. Hún hefur verið búsett í Danmörku í rúma tvo áratugi og hefur markvisst unnið að því ,,að kenna Dönum að borða fisk". Boutique Fisk opnaði árið 2007 og Retreat árið 2014. Fyrirtækin hafa notið velgengni og hefur Vigdís sýnt mikinn drifkraft og þrautsegju sem frumkvöðull og þar með verið frábær fyrirmynd frumkvöðla í dönsku atvinnulífi.

f.v. Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Vigdís Finnsdóttir verðlaunahafi og Halla Benediktsdóttir stofnandi FKA-DK.
bottom of page