Fréttir og umfjallanir
Sigríður Soffía hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Uppruni: mbl.is
Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Sigga Soffía hélt frábæran fyrirlestur á ráðstefnu FKA-DK sem haldin var á Norðurbryggju í október 2022.
Stærsti heimaprjónaði regnbogafáni heims í Danmörku
Uppruni: mbl.is
Framhlið menningarhússins Norðurbryggju í Christianshavn í Danmörku verður skreytt 9,2 metra regnbogafána í ár í tilefni PRIDE-hátíðarinnar.
Fánaverkefnið var unnið af skipuleggjendum Pakhusstrik, Höllu Benediktsdóttur, og Ástu Stefánsdóttur.
Julefrokosten, jólahlaðborð að dönskum hætti
Uppruni: ruv.is
Í þessum jólaþætti skoða þrjár íslenskar konur, þær Ásta Stefánsdóttir, Katla Gunnarsdóttir og Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir sem allar eru búsettar í Danmörku, hvernig jólahald Íslendinga byggir að miklu leiti á dönskum siðum og uppskriftum.
Suður með sjó: Halla og Hrannar í Kaupmannahöfn
Uppruni: vf.is
Í þáttaröðinni Suður með sjó voru keflvísku hjónin Halla Benediktsdóttir og Hrannar Hólm heimsótt en þau hafa búið í Kaupmannahöfn síðasta áratuginn. Halla er umsjónarmaður Jónshúss og Hrannar hefur verið leiðsögumaður í borginni og farið margar ferðir með Íslendinga um hana
„Núna vakna ég glöð alla morgna“
Uppruni: visir.is
Jónína Fjeldsted hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í tæplega tuttugu ár. Síðastliðið haust sagði hún upp öruggu og vellaunuðu starfi sem IT Manager og fór að reka kaffihús. Í nokkurn tíma hafði henni fundist eins og hana vantaði lífsfyllingu og því ákvað hún að slá til og láta gamlan draum rætast.