top of page

Fréttir & umfjallanir

Hlaðvarpsmeðmæli félagskvenna

Nýlega fór fram umræða á síðu félagsins á Facebook, þar sem félagskonur deildu þeim hlaðvörpum sem þær mæla með. Það er ljóst að hlustun hlaðvarpa er á mismunandi forsendum hjá félagskonum, á meðan sumar hlusta á hlaðvörp sér til dægrastyttingar og skemmtunar, þá hlusta aðrar til lærdóms og fræðslu. Það var skemmtilegur og áhugaverður listi sem safnaðist saman og því tilvalið að deila honum með stuttum lýsingum. Hlaðvörpin má flest finna á öllum helstu streymisveitum.

 

Þáttur fyrir fólk með árangursmiðað hugarfar og áhuga á viðskiptum


Damerne først!

Hlaðvarp FKA-DK. Í þessum þáttum skyggnumst við inn í líf og störf íslenskra kvenna í Danmörku, kynnumst vegferð þeirra, uppáhalds drykknum og lífsmottóum. Skemmtileg innsýn í heim skemmtilegra kvenna!


Glæpasögur í boði DR, þar sem farið er í saumana á nýjum og gömlum glæpum.


Baldur, Birna og Haukur dæma allt á milli himins og jarðar.


Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.


Dronekrigeren

DR kemst á snoðir um menn sem fjárfestu óeðlilega í drónum og koma í ljós tengsl við ISIS í Sýrlandi. Spennandi og óhugnalegt.


Góðar, fyndnar, jafnvel sorglegar en umfram allt einlægar sögur af góðu fólki á Reykjanesi. Umsjón hafa Dagný Maggý og Eyþór Sæmundsson.

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Félagskona Ragnhildur Þórðardóttir fær til sín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokkar úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.


Hlaðvarp um ekkert.


Dularfull, spennandi og áhugaverð mál tekin fyrir, hvort sem það eru staðir, atburðir, fólk eða annað.


Hjálmar Örn og Helgi Jean fá fólk í heimsókn í spjall og eru að eigin sögn með mikil getsalæti og segja sögur í leit að ást, samþykki og viðurkenningu.

Atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón hefur Vera Illugadóttir.


Andrea Eyland fjallar um fæðingar, meðgöngur og uppeldi, frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.

Unnið í samstarfi við Politiken. Fjallar um konu sem er ekki sú sem hún lætur fólk halda að hún sé.


Systurnar Bylgja og Unnur Borgþórsdætur fjalla um íslensk og erlend morð á léttum nótum.

Hjónin Svandís og Jóhann fjalla um glæpi á léttari nótum. Svandís er menntuð í sálfræði og afbrota- og réttarsálfræði. Jóhann er læknir með sérstakan áhuga á réttarmeinafræði. Efni þáttanna er ekki fyrir viðkvæma né börn.Danskir þættir um glæpi. Fjallað er bæði um dönsk mál sem og erlend. Markmiðið er ávallt að skilja hvað fær fólk til að fremja glæpina.


Goðsagnakenndur spurningaleikur Villa Naglbíts, ásamt Önnu Svövu og Vigni Rafni.

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni, umsjón hefur Sigurlaug M. Jónasdóttir.


Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.


Alíslenskt sannglæpahlaðvarp sem keppist um að fóðra almúgann um svik og pretti sem framin hafa verið víðsvegar um heiminn.

Snorri Björnsson fær til sín áhugavert fólk í spjall.


Er þér stundum illt í maganum? Hefur hvarflað að þér að meltingarensím gætu verið lausnin á þínum vandamálum? Hér fara félagskonurnar Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir, doktorsnemar í lífvísindumyfir hver eru vísindin á bak við fæðubótarefnið meltingarensím og hvort okkur skorti í raun cellulasa.


Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara yfir ýmislegt sem tengist getnaði, meðgöngu, fæðingar og fleira, ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti.

Comments


bottom of page